Hjólreiðafólk á að nýta hjólreiðastíga

Í ár eru 70 ár frá því Heiðmörk var vígð.
Í ár eru 70 ár frá því Heiðmörk var vígð.

„Það er mjög ánægjulegt að það er mikil aðsókn í Heiðmörk og við leggjum áherslu á að það sé pláss fyrir alla á þessu fal­lega svæði,“ seg­ir Auður Kjart­ans­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is. „Það kallar fyrst og fremst á gott skipulag á stígakerfinu þar sem umferð er skilgreind og þar sem leiðir liggja saman þurfa allir hópar að sýna tillitssemi og virðingu.“

Til­efnið eru skrif Bjarna Þórs Bjarna­son­ar sókn­ar­prests í Morg­un­blaðið í dag en þar bend­ir hann á þá hættu sem far­in er að skap­ast við það að hjól­reiðafólk noti göngu­stíga í auk­n­um mæli í Heiðmörk. Hann seg­ir hjól­reiðafólk oft koma á mikl­um hraða fyr­ir horn og bara spurn­ingu um tíma­setn­ingu hvenær slys verði á fólki. 

Fagna vinsældum og harmar hættu

Auður seg­ist fagna því að Heiðmörk sé orðin svo vin­sæl en eft­ir að sam­komutak­mark­an­ir skullu á og lík­ams­rækt­ar­stöðvum var lokað hafi starfs­fólk í Heiðmörk séð mikla aukn­ingu á notk­un í stíga­kerf­inu. Þá seg­ir Auður bíla­stæði alla jafn­an full um helg­ar. 

„Auðvitað þykir okk­ur leitt að heyra að fólk upp­lifi sig í hættu og við höf­um markað okk­ur ákveðna stefnu í þessu varðandi stíga­kerfið okk­ar. Við erum með sér­staka hjóla­stíga, hjólreiðafólkið á að nýta þá en á göngustígum er göngufólk í fullum rétti og þar ber hjólreiðafólki bæði að hjóla hægt og að víkja. Enn og aftur snýst þetta allt um tillitssemi,“ seg­ir Auður innt eft­ir viðbrögðum við skrif­um Bjarna.

Þá seg­ir Auður áfram unnið að upp­bygg­ingu stíga, meðal annars hjól­reiðastíga. Hún seg­ir hjól­reiðastíga vel merkta og að það eigi ekki að fara á milli mála hvaða stíg­ar séu ætlaðir und­ir hvað.

Umhugað um öryggi 

Hafið þið áhyggjur af slysahættu á göngustígum í Heiðmörk?

„Já vissulega. Umferð hjólreiðafólks sem er að stunda keppnisæfingar á ekki heima á göngustígakerfi Heiðmerkur. Þessir þröngu skóg­ar­stíg­ar sem eru fyrst og fremst göngu­stíg­ar og merktir sem slíkir og umferð hjólreiðafólks og hjólreiðaæfingar eiga að fara fram á merktum hjólreiðastígum. Okk­ur er um­hugað um ör­yggi þeirra sem stunda skóg­inn og biðjum alla um að sýna tillitssemi,“ seg­ir Auður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert