Alexandra nýr ritari Samfylkingarinnar

Alexandra Ýr van Erven var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundi …
Alexandra Ýr van Erven var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Ljósmynd/Aðsend

Alexandra Ýr van Erven var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fer fram um helgina. Alexandra er 26 ára gamall háskólanemi í stjórnmálafræði og ensku. Hún hefur gegnt forystuhlutverki innan Stúdentaráðs og Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.

Kjartan Valgarðsson var kosinn nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, en hann hefur áður setið í framkvæmdastjórn flokksins auk þess að hafa verið gjaldkeri og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Hann hefur einnig gegnt stöðu formanns fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík.

Kjartan Valgarðsson, nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar.
Kjartan Valgarðsson, nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar.

Ný framkvæmdastjórn var einnig kosin á landsfundinum.

Nýkjörnir aðalmenn í framkvæmdastjórn flokksins eru Hildur Þórisdóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, María Hjálmarsdóttir, Ellen Calmon og Valgarður Lyngdal.

Varamenn í framkvæmdastjórn eru Hörður J. Oddfríðarson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Guðni Rúnar Jónasson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helena Mjöll Jóhannsdóttir og Kikka K.M. Sigurðardóttir.

Logi Einarsson á landsfundi Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson á landsfundi Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Þá var Hákon Óli Guðmundsson sjálfkjörinn gjaldkeri flokksins, en hann hefur gegnt þeirri stöðu síðan 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert