Síbrotaörn færður í húsdýragarðinn

Lögreglan hafði nýlega afskipti af erninum í annað skiptið.
Lögreglan hafði nýlega afskipti af erninum í annað skiptið. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Vestfjörðum hafði afskipti af 12 ára gömlum erni sem var handsamaður eftir að hafa komið sér í ógöngur nýlega. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem laganna verðir hafa afskipti af umræddum erni. Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá málinu á facebooksíðu sinni.

Ekki kemur fram í hvers konar ógöngur örninn hafi komið sér í þetta skiptið, en áður hafi lögreglan á Vesturlandi þurft að hafa afskipti af honum þegar hann var orðinn grútarblautur og ósjálfbjarga.

Brugðist var við ástandi arnarins í þetta skiptið með lögreglufylgd í húsdýragarðinn „þar sem hann fær nú ást og umhyggju“, eins og lögreglan orðar það í færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert