Tjónið hundruð milljóna

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ár­legri skýrslu sinni um starf­semi RÚV ger­ir fjöl­miðlanefnd at­huga­semd við að RÚV borgi verk­tök­um inn­an vé­banda stofn­un­ar­inn­ar verk­taka­greiðslur en kalli það kaup af og meðfram­leiðslu með sjálf­stæðum aðilum ótengd­um RÚV, sem stofn­un­inni er skylt að verja 10% heild­ar­tekna sinna til.

Þannig fer RÚV gegn þeim hluta þjón­ustu­samn­ings­ins við mennta- og menn­inga­málaráðherra er lýt­ur að sam­starfi við sjálf­stæða fram­leiðend­ur og kaup­um á efni af þeim. Verk­tök­um sem unnu að gerð þátta á borð Vik­una, Silfrið, Menn­ing­una, Gettu bet­ur og Land­ann var greitt fyr­ir með verk­taka­greiðslum sem eyrna­merkt­ar voru óháðum og sjálf­stæðum fram­leiðend­um.

Sviðsstjóri hug­verka­sviðs Sam­taka iðnaðar­ins seg­ir að tjónið sem ís­lensk­ur kvik­myndaiðnaður hafi orðið fyr­ir á samn­ings­tím­an­um hlaupi á hundruðum millj­óna. Hún seg­ir al­var­legt að ekk­ert hafi verið að gert eft­ir að SI vakti at­hygli á mál­inu fyr­ir tveim­ur árum, að þvíer rfam kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert