Hárgreiðslustofur opna en áfram 10 manna bann

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár breyt­ing­ar verða gerðar á sótt­varn­a­regl­um hér­lend­is með nýrri reglu­gerð heil­brigðisráðherra. Hún mun gilda frá 18. nóv­em­ber næst­kom­andi og til ann­ars des­em­ber. 10 manna sam­komu­bann verður áfram í gildi.

Hár­greiðslu­stof­um verður heim­ilt að opna, sem og rak­ara­stof­um og nuddu­stof­um, íþrótt­ir barna með og án snert­ing­ar verða heim­ilaðar og tak­mörk í fram­halds­skól­um verða rýmkuð, að sögn Svandís­ar Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sem vill sjá far­ald­ur­inn fara enn neðar. 

„Það voru þrjár meg­in­breyt­ing­ar. Í fyrsta lagi erum við að heim­ila það sem er kallað ein­yrkj­a­starf­semi, starf­semi rak­ara, hár­greiðslu­stofa, nudd­ara og svo fram­veg­is, með grím­um auðvitað og há­mark 10 manns í rým­inu. Í öðru lagi verða íþrótt­ir barna og ung­menna, með eða án snert­ing­ar heim­ilaðar. Í þriðja lagi verður 25 manna há­mark í hverju rými í fram­halds­skól­um, það var áður bara á fyrsta ári,“ seg­ir Svandís. 

Ekki tek­in ákvörðun um landa­mær­in

Áfram verður þó tveggja metra regla í fram­halds­skól­un­um en grímu­skylda ef ekki er hægt að upp­fylla hana. Svandís seg­ir að breyt­ing­in inn­an fram­halds­skól­anna sé gerð til þess að liðka fyr­ir frek­ara staðnámi í fram­halds­skól­un­um.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hafði lagt til að tvö­föld skimun við kom­una til lands­ins yrði gerð að skyldu en nú er þeim sem hingað til lands koma gefið val um 14 daga sótt­kví. Svandís sagði aðspurð að sú umræða hefði ekki verið kláruð á rík­is­stjórn­ar­fundi dags­ins en ákvörðun yrði tek­in á næstu dög­um. 

„Við erum að sýna með þessu að til­efni sé til að slaka aðeins á en alls ekki of mikið vegna þess að við verðum að ná und­ir­tök­um og stjórn á far­aldr­in­um. Það er gríðarlega mik­il­vægt.“

Hvað varðar mál­efni bólu­efn­is þá var minn­is­blaði dreift um stöðuna á samn­ing­um. Þá var einnig tek­in umræða um vott­orð sem gætu gilt á milli landa. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert