Ísland er ekki lengur rautt samkvæmt flokkun Sóttvarnastofnunar Evrópu eftir margra vikna veru í flokki rauðra ríkja. Langflest ríki Evrópu tilheyra nú rauða flokknum, það eru áhættusvæði.
Kortið er uppfært á fimmtudögum og er til stuðnings aðgerðum Evrópska efnahagssvæðisins um frjálsa för á tímum Covid-19.
Takmarkanirnar snúa að stöðu Covid-19-faraldursins í hverju landi fyrir sig. Settir verða upp samræmdir litakóðar sem eiga að gefa til kynna stöðu faraldursins í hverju landi fyrir sig. Munu ferðatakmarkanir taka tillit til þess hver staðan er hverju sinni.
Kveðið er á um tiltekin lykilviðmið þegar ákvörðun er tekin um að hefta frjálsa för vegna COVID-19-faraldursins, og eru þau eftirtalin:
Ísland er meðal þeirra ríkja sem Sóttvarnastofnun Evrópu heldur utan um upplýsingar um en það eru ríki ESB, EES og Bretlands.
Nýjar uppfærðar tölur um nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa eru birtar á vef stofnunarinnar klukkan 11 alla morgna. Í gær var Ísland komið í flokk þeirra ríkja sem eru með fæst smit en fyrir nokkrum vikum var Ísland meðal þeirra sjö landa sem voru með flest smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur.