„Sýkingavarnir eru ekki sexý“

Skýrsla um hópsmit á Landakoti kynnt. Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar …
Skýrsla um hópsmit á Landakoti kynnt. Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir alvarlega hópsýkingu á Landakoti að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Sýkingin hafi komist inn á mörgum stöðum á sama tíma á Landakoti, og því erfitt að koma í veg fyrir hana.

„Þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu, eins og var á þessu tímabili, er erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Það er mikil hætta og það er mikil áskorun í eðli starfsemi eins og Landspítala með þúsundum starfsmanna að koma úr samfélaginu inn til vinnu á sjúkrahúsið á hverjum degi, jafnvel þótt það gæti sín eins og það getur,” sagði Páll.

„Þannig það var ekki hægt að koma í veg fyrir að smit myndu berast inn, því miður.”

Skýrsla um hópsmit á Landakoti kynnt. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala
Skýrsla um hópsmit á Landakoti kynnt. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Þetta kom fram á upplýsingafundi Landspítalans þar sem fulltrúar spítalans kynntu niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu sem unnin var vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október.

Páll sagði að „verktæknilegir þættir og inngrip” bæru mesta ábyrgð á því að sýkingin hafi orðið eins stór og raun bar vitni. Þá helst þættir í umhverfi, líkt og loftskipti og óviðunandi aðstæður í húsnæði, og mönnun.

Áður hafi þau vandamál sem báru ábyrgð á hraðri útbreiðslu smitsins verið rædd innan Landspítala, en Páll segir að mörg þeirra hafi átt að vera úr sögunni við opnun nýs Landspítala, sem hafi átt að vera tilbúinn árið 2008, en sé ný í byggingu.

Þá hafi spítalinn lagt mikið í að efla sýkingavarnir, bæði á Landakoti sem og á öðrum deildum spítalans.

Í skýrslunni segir að ástand og aðbúnaður á Landakoti hafi …
Í skýrslunni segir að ástand og aðbúnaður á Landakoti hafi verið ófullnægjandi. mbl.is

Afstaða til sýkingavarna breyst mikið

„Sýkingavarnir á spítala eru ekki sexí,” sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar og yfirlæknir smitsjúkdómanefndar á fundinum. „Í hinni almennu umræðu, þegar verið er að fjalla um hetjudáðir í heilbrigðiskerfinu, þá er aldrei talað um sýkingavarnir.”

Hann segir þó að afstaða stjórnvalda, stjórnenda og kollega til mikilvægi sýkingavarna gjörbreyst og að mikil framför hafi orðið á sviði sýkingavarna innan Landspítalans. Engu að síður sé ómögulegt að reka sjúkrahús án þess að upp komi upp hópsýkingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka