Ræða markvissa vernd viðkvæmra hópa

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem taka …
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem taka þátt í fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag, 14. nóvember, fer fram opinn fundur með dr. Martin Kulldorff þar sem meðal annars verður leitað svara við því hvort markviss verndun viðkvæmra hópa fyrir kórónuveirufaraldrinum sé möguleg.

Þátttakendur á fundinum eru þau dr. Martin Kulldorff, dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School, Sigríður Andersen alþingismaður og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur. 

Fundurinn hefst klukkan 15 og fer fram í beinu streymi hér.  

„Afleiðingar núverandi sóttvarnaaðgerða eru geigvænlegar og valda tjóni á öllum sviðum samfélagsins. Helsti valkosturinn við núverandi aðgerðir er að beita markvissri vernd viðkvæmra hópa í stað lokana og hafta. Helstu hvatamenn þessarar stefnu eru dr. Martin Kulldorff, prófessor við Harvard Medical School, dr. Sunetra Gupta, prófessor við Oxford-háskóla og dr. Jay Bhattacharya, prófessor við Stanford-háskóla,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. 

„En hvað felst í markvissri vernd? Hvað vinnst? Hversu auðveld er stefnan í framkvæmd? Hvaða áhrif hafa væntingar um bóluefni á næstu mánuðum?“ er spurt, en reynt verður að svara þessum spurningum á fundinum.  

Að fundinum stendur hópur fólks úr ýmsum geirum samfélagsins sem hyggst beita sér fyrir opnari umræðu um sóttvarnir, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert