Ræða markvissa vernd viðkvæmra hópa

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem taka …
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem taka þátt í fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag, 14. nóvember, fer fram opinn fundur með dr. Martin Kulldorff þar sem meðal annars verður leitað svara við því hvort markviss verndun viðkvæmra hópa fyrir kórónuveirufaraldrinum sé möguleg.

Þátttakendur á fundinum eru þau dr. Martin Kulldorff, dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School, Sigríður Andersen alþingismaður og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur. 

Fundurinn hefst klukkan 15 og fer fram í beinu streymi hér.  

„Afleiðingar núverandi sóttvarnaaðgerða eru geigvænlegar og valda tjóni á öllum sviðum samfélagsins. Helsti valkosturinn við núverandi aðgerðir er að beita markvissri vernd viðkvæmra hópa í stað lokana og hafta. Helstu hvatamenn þessarar stefnu eru dr. Martin Kulldorff, prófessor við Harvard Medical School, dr. Sunetra Gupta, prófessor við Oxford-háskóla og dr. Jay Bhattacharya, prófessor við Stanford-háskóla,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. 

„En hvað felst í markvissri vernd? Hvað vinnst? Hversu auðveld er stefnan í framkvæmd? Hvaða áhrif hafa væntingar um bóluefni á næstu mánuðum?“ er spurt, en reynt verður að svara þessum spurningum á fundinum.  

Að fundinum stendur hópur fólks úr ýmsum geirum samfélagsins sem hyggst beita sér fyrir opnari umræðu um sóttvarnir, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka