Alls liggja 58 sjúklingar á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af 30 í einangrun. Frá upphafi þriðju bylgju faraldursins hafa 170 sjúklingar verið lagðir inn á spítalann.
Þetta kemur fram í upplýsingum frá Landspítalanum.
Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Á Landsspítalanum hafa fjórtán andlát orðið í þriðju bylgju veirunnar.
Alls eru 300 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 50 börn. 63 starfsmenn Landspítalans eru skráðir í einangrun eða sóttkví.