Skipun Bryndísar hafin yfir vafa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skipun Bryndísar Hlöðversdóttur sem ráðuneytisstjóra í ársbyrjun hafi algerlega verið hafin yfir vafa.

Katrín svaraði fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, sem spurði út í málshöfðun Lilju Alfreðsdóttur gegn konu sem sótti um starf ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu og meint ósætti innan ríkisstjórnarinnar. 

Þórhildur sagði í ræðu sinni, að þegar stjórnarþingmenn væru ekki uppteknir við að gagnrýna „meint alræði gegn eigin sóttvarnaaðgerðum þá eru ráðherrar að skjóta hver á annan. Það gerði hæstvirtur mennta- og menningarmálaráðherra t.d. í fyrrnefndu viðtali [í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, innskot blm] á sunnudaginn þegar hún beindi spjótum sínum að ráðningum hæstvirts forsætisráðherra, með leyfi forseta:

„[Þ]að er fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. […] Það var flutningur sem var ekki einu sinni auglýstur.““

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Arnþór

Hvað finnst ráðherra um þessa pillu

Þórhildur spurði Katrínu hvað henni „finnist um þessa pillu hæstvirts mennta- og menningarmálaráðherra. Telur hún ráðningarferli sitt við val á skrifstofustjóra jafn vandað og í tilfelli hæstvirts mennta- og menningarmálaráðherra eða jafnvel bera með sér svæsnari valdníðslu, eins og orð ráðherra í viðtali á sunnudag bera með sér?“

Katrín sagði að það væri henni ljúft og skylt að fara yfir það. Hún sagði að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hefði verið færður til í starfi samkvæmt skýrri heimild 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þar sem væri heimild til að færa embættismenn til í starfi.

Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi ríkissáttasemjari og núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi ríkissáttasemjari og núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. mbl.is/Hari

Skipunin algerlega hafin yfir vafa

„Sú heimild byggist raunar á vísun í stjórnarskrá lýðveldisins þannig að sú skipun er algerlega hafin yfir vafa. Sá aðili sem var færður til í starfi gegndi áður embætti ríkissáttasemjara og var raunar skipaður í það embætti, að mig minnir, eftir auglýsingu af ráðherra Framsóknarflokksins, Eygló Harðardóttur, þannig að það þarf enginn að velkjast í vafa um að þessi skipun er algerlega hafin yfir vafa,“ sagði Katrín. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert