Vill hætta lögverndun hag- og viðskiptafræðinga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvarp til samráðsgáttar stjórnvalda, um breytingar á ýmsum lögum, sem einfalda á regluverk hins opinbera í atvinnumálum. Þar er kveðið á um að fella niður lögverndun starfsheita hagfræðinga, viðskiptafræðinga og bókara. 

Þetta er meðal annars gert í kjölfar ábendinga frá Efnahags- og samvinnustofnuninni OECD um einföldun regluverks hins opinbera hér á landi sem birtust í skýrslu stofnunarinnar, sem kynnt var á vef Stjórnarráðsins þann 10. nóvember síðastliðinn.

Í greinargerð frumvarpsins segir að í skýrslu OECD hafi komið fram að „...reglubyrði atvinnustarfsemi hér á landi er töluvert meiri en í þeim löndum sem við berum okkur alla jafna saman við og aðgangshindranir á 5 Í vinnslu – 17. nóvember 2020 markaði víða til staðar. Er það til þess fallið að draga úr skilyrðum fyrir virkri samkeppni, auka kostnað í rekstri fyrirtækja og draga úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs í alþjóðlegum samanburði.“

Bakarar ennþá lögverndaðir

Meðal tillagna OECD var að fella á brott lagaákvæði sem snúa að lögverndun bakara hér á landi. Það væri liður í því að einfalda regluverk, draga úr reglum og myndi stuðla að aukinni samkeppni að sögn Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD.

Í nýju frumvarpi ráðherra er þó hvergi minnst á að lögverndun bakara verði fell niður. Það á einnig við um ljósmyndara, en tillögur OECD áhrærðu einnig að lögverndun þeirrar stéttar yrði hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert