Lokað 40 sinnum á árinu

Bæjarstjórn Tálknafjarðar lýsir yfir áhyggjum af ástandi vega á sunnanverðum …
Bæjarstjórn Tálknafjarðar lýsir yfir áhyggjum af ástandi vega á sunnanverðum Vestfjörðum.

Vegurinn um Klettsháls hefur verið lokaður í fjórar klukkustundir eða meira í alls 40 skipti það sem af er ári. Á þetta er bent í ályktun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem samþykkt var samhljóða á fundi hennar í gær.

Sveitarstjórn kallar eftir því að ferðum ferjunnar Baldurs verði fjölgað til að koma til móts við flutningaþörf á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá verði að byrja að huga að endurnýjun ferjunnar til að tryggja að öryggi og aðbúnaður sé samkvæmt lagalegum kröfum.

Jafnframt leggur sveitarstjórnin þunga áherslu á nauðsyn þess að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar á vegum á svæðinu verði aukin.

„Stórauknir flutningar vegna framleiðslu á svæðinu krefjast þess að samgöngur séu öruggar. Vitað er að Klettsháls er farartálmi að vetri til vegna veðurhæðar og fari vindstyrkur yfir 20 metra á sekúndu er flutningabílum óheimilt að fara þar um,“ segir í alyktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert