Lokað 40 sinnum á árinu

Bæjarstjórn Tálknafjarðar lýsir yfir áhyggjum af ástandi vega á sunnanverðum …
Bæjarstjórn Tálknafjarðar lýsir yfir áhyggjum af ástandi vega á sunnanverðum Vestfjörðum.

Veg­ur­inn um Kletts­háls hef­ur verið lokaður í fjór­ar klukku­stund­ir eða meira í alls 40 skipti það sem af er ári. Á þetta er bent í álykt­un sveit­ar­stjórn­ar Tálkna­fjarðar­hrepps sem samþykkt var sam­hljóða á fundi henn­ar í gær.

Sveit­ar­stjórn kall­ar eft­ir því að ferðum ferj­unn­ar Bald­urs verði fjölgað til að koma til móts við flutn­ingaþörf á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Þá verði að byrja að huga að end­ur­nýj­un ferj­unn­ar til að tryggja að ör­yggi og aðbúnaður sé sam­kvæmt laga­leg­um kröf­um.

Jafn­framt legg­ur sveit­ar­stjórn­in þunga áherslu á nauðsyn þess að vetr­arþjón­usta Vega­gerðar­inn­ar á veg­um á svæðinu verði auk­in.

„Stór­aukn­ir flutn­ing­ar vegna fram­leiðslu á svæðinu krefjast þess að sam­göng­ur séu ör­ugg­ar. Vitað er að Kletts­háls er far­ar­tálmi að vetri til vegna veðurhæðar og fari vind­styrk­ur yfir 20 metra á sek­úndu er flutn­inga­bíl­um óheim­ilt að fara þar um,“ seg­ir í alykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert