Fyrstu 44 vikur ársins 2020 dóu að meðaltali 43,2 í hverri viku eða aðeins færri en fyrstu 44 vikur áranna 2017-2019 þegar 43,3 dóu að meðaltali. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2019 en það var einnig algengasti aldursflokkur þeirra sem dóu fyrstu 44 vikur ársins 2020.
Tíðasti aldur látinna fyrstu 44 vikur 2020 var 83 en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017-2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.