Óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 1. febrúar

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varn­aráðstöf­un­um á landa­mær­um Íslands verður fram haldið í óbreyttri mynd þar til 1. fe­brú­ar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un. Þar var enn frem­ur tek­in sú ákvörðun að frá og með 10. des­em­ber verði vott­orð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýk­ing sé afstaðin tek­in gild og veiti und­anþágu frá þeim kröf­um sem ann­ars eru gerðar.

Næsta ákvörðun um fyr­ir­komu­lag á landa­mær­um verður tek­in eigi síðar en 15. janú­ar, að því er fram kem­ur á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. 

Ákvörðunin bygg­ir m.a. á minn­is­blaði vinnu­hóps heil­brigðisráðuneyt­is­ins um viður­kenn­ingu vott­orða og efna­hags­legu mati starfs­hóps fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins á til­lög­um að breytt­um aðgerðum á landa­mær­um.

Farþegar geta sam­kvæmt þessu áfram valið á milli þess að fara í tvær sýna­tök­ur vegna COVID-19 með 5 daga sótt­kví á milli þar til niðurstaða seinni sýna­töku ligg­ur fyr­ir, eða sleppa sýna­töku og sitja í 14 daga sótt­kví frá kom­unni til lands­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert