Rúmur tugur á sjúkrahúsi vegna Covid

Frá gjörgæsludeild Landspítalans.
Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Einn er á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans vegna Covid-19 og sex liggja á legu­deild spít­al­ans vegna veirunn­ar. Jafn­framt eru 4 eða 5 sjúk­ling­ar með kór­ónu­veiruna á Landa­koti eða alls 11-12 manns. Um er að ræða sjúk­linga í ein­angr­un, það er með virkt smit. Fleiri eru enn inniliggj­andi eft­ir að hafa fengið Covid en eru ekki leng­ur með virkt smit.

Már Kristjáns­son, formaður sótt­varna­nefnd­ar Land­spít­al­ans og yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar, seg­ir töl­ur dags­ins afar já­kvæðar en fimm greind­ust með Covid-19 inn­an­lands í gær og eru þeir all­ir í sótt­kví. Nú eru jafn­marg­ir í ein­angr­un og í sótt­kví á land­inu, 205 ein­stak­ling­ar.

Að sögn Hildigunn­ar Svavars­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, er eng­inn sjúk­ling­ur inniliggj­andi þar vegna kór­ónu­veiru­smits. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert