„Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar“

Sagði sóttvarnalæknir mikilvægt að bera saman afleiðingar af kórónuveirusýkingu og …
Sagði sóttvarnalæknir mikilvægt að bera saman afleiðingar af kórónuveirusýkingu og af bóluefni. Ljósmynd/Almannavarnir

„Covid lýk­ur hvergi fyrr en því lýk­ur alls staðar,“ sagði Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag þegar rætt var um mik­il­vægi bólu­setn­inga fyr­ir kór­ónu­veirunni.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sagði bólu­setn­ingu lyk­il­inn út úr far­aldr­in­um og það væri ánægju­legt að sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un væru 95% Íslend­inga já­kvæðir gagn­vart bólu­setn­ingu. Það væri al­var­legt kæmi upp sú staða að fólk færi að líta bólu­setn­ing­una sem hættu­lega. Sjálfsagt myndi þó skap­ast umræða þegar að bólu­setn­ing­um kæmi.

Sagði sótt­varna­lækn­ir mik­il­vægt að bera sam­an af­leiðing­ar af kór­ónu­veiru­sýk­ingu og bólu­efni. Af­leiðing­ar bólu­setn­ing­ar væru senni­lega marg­falt minni en af kór­ónu­veiru­sýk­ingu, sér­stak­lega til lengri tíma litið.

Lang­tíma­af­leiðing­ar um­fram það sem eðli­legt geti tal­ist

Und­ir þetta tók Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­al­ans, og sagði hann ljóst að kór­ónu­veiru­sýk­ing væri lífs­hættu­leg, auk þess sem ým­is­legt benti til lang­tíma­af­leiðinga um­fram það sem tal­ist geti eðli­legt.

Komi ekki fram nein vand­kvæði við bólu­setn­ingu við kór­ónu­veirunni væru það hags­mun­ir allra að sem flest­ir yrðu bólu­sett­ir.

70% virkni ákveðin von­brigði

Þá bætti Þórólf­ur við, að til þess að ná hjarðónæmi yrðu 60% þjóðar­inn­ar að láta bólu­setja sig. Yrði ein­ung­is not­ast við bólu­efnið frá AstraZeneca, sem virðist hafa 70% virkni, yrði að bólu­setja alla þjóðina til að ná 70% ónæmi. Sagði hann þessa virkni nokk­ur von­brigði eft­ir fregn­ir af öðrum bólu­efn­um sem hafa 90-95% virkni, en að skoða yrði bet­ur hvort virkni væri mis­mun­andi eft­ir hóp­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka