Kveðið á um útgöngubann í nýju frumvarpi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur frumvarpið fram.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur frumvarpið fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frum­varpi til breyt­inga á sótt­varna­lög­um hef­ur nú verið dreift á Alþingi, en frum­varpið var samið af starfs­hópi sem heil­brigðisráðherra skipaði í sept­em­ber. Var frum­varpið samið í þeim til­gangi að skýra ákvæði lag­anna um op­in­ber­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir á grund­velli feng­inn­ar reynslu af heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. 

Fram kem­ur í grein­ar­gerð frum­varps­ins að álits­gerð sem dr. jur­is Páll Hreins­son skilaði 20. sept­em­ber var lögð því til grund­vall­ar ásamt þeirri reynslu sem áunn­ist hef­ur hér á landi vegna far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. 

Nauðsyn­legt að fara yfir hug­tök

Um til­efni og nauðsyn laga­setn­ing­ar seg­ir meðal ann­ars í grein­ar­gerð: 

„Til­efni er til að skýra bet­ur þau úrræði sem sótt­varna­lækn­ir og heil­brigðisráðherra geta gripið til vegna hættu á far­sótt­um til eða frá Íslandi, inn­an­lands og hættu á út­breiðslu smits frá ein­stak­ling­um. Þá er talið nauðsyn­legt að fara yfir og greina hug­tök í lög­un­um og leggja til breyt­ing­ar í sam­ræmi við alþjóðaheil­brigðis­reglu­gerð Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar og kanna hvort eðli­legt sé að til­tek­in atriði í reglu­gerðum eigi bet­ur heima í lög­gjöf, svo sem skipt­ing lands­ins í sótt­varnaum­dæmi og ábyrgð yf­ir­lækna heilsu­gæslu.

Þá er til­efni til að yf­ir­fara verk­efni sótt­varna­lækn­is og sótt­varn­aráðs og sam­ræma þau. Nauðsyn­legt er talið að inn­leiða á skýr­ari hátt ákvæði alþjóðaheil­brigðis­reglu­gerðar­inn­ar sem fjalla um al­menn­ar sótt­varn­ir.“

Í grein­ar­gerð kem­ur einnig fram að ákvæðin eins og þau eru lögð til séu í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá og alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar. Þá er heild­ar­mark­mið frum­varps­ins jafn­framt að skýra bet­ur þær heim­ild­ir sem stjórn­völd hafa til op­in­berra sótt­varn­aráðstaf­ana í sam­ræmi við kröf­ur lög­mæt­is­regl­unn­ar og laga­áskilnaðarreglna stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Meg­in­efni frum­varps­ins: 

Meg­in­efni frum­varps­ins eru breyt­ing­ar á IV. kafla lag­anna um op­in­ber­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir. Aðrar breyt­ing­ar eru meðal ann­ars þær að lagt er til að í 1. gr. lag­anna komi ný máls­grein sem inni­haldi orðskýr­ing­ar. Talið er nauðsyn­legt að leggja þetta til þar sem slíkt ákvæði er ekki að finna í nú­gild­andi lög­gjöf, eft­ir því er seg­ir í grein­ar­gerð. 

Í 2. gr. frum­varps­ins er lagt til að við upp­taln­ingu 3. mgr. 3. gr. lag­anna bæt­ist skiman­ir. Þannig verði skiman­ir hluti af smit­sjúk­dóma­skrá sem sótt­varna­lækn­ir held­ur. Í 4. gr. er m.a. lagt til, í sam­ræmi við áður­nefnda álits­gerð, að til að auka skýr­leika lag­anna verði hlut­verk sótt­varna­lækn­is tal­in upp á ein­um stað í lög­un­um. Í 5. gr. er lögð til breyt­ing sem teng­ist jafn­framt til­gangi 4. gr. Þetta er lagt til í þeim til­gangi að skýra frek­ar hlut­verk sótt­varna­lækn­is ann­ars veg­ar og hlut­verk sótt­varn­aráðs hins veg­ar. Þannig er gert skýrt að sótt­varn­aráð sé ráðgjaf­andi við mót­un stefnu í sótt­vörn­um og að hlut­verk þess skar­ist ekki við hlut­verk sótt­varna­lækn­is.

Í 10. gr. eru lagðar til breyt­ing­ar á 12. gr. lag­anna sem fjall­ar um op­in­ber­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir vegna hættu á far­sótt­um inn­an lands. Í ákvæðinu er m.a. lagt til að skýrt verði kveðið á um að sótt­kví, stöðvun at­vinnu­rekstr­ar og út­göngu­bann verði hluti af op­in­ber­um sótt­varn­aráðstöf­un­um.

Þá eru lagðar til breyt­ing­ar í þeim til­gangi að tryggja bet­ur að fram­kvæmd sótt­varna sé í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Lagt er til í 11. gr. að til­tek­in ákvæði alþjóðaheil­brigðis­reglu­gerðar­inn­ar sem fjalla um ráðstaf­an­ir við komu og brott­för milli landa verði inn­leidd í ís­lensk­an rétt.

Með 12. gr. er lögð til breyt­ing á 14. gr. lag­anna í sam­ræmi við álits­gerð dr. jur­is Páls Hreins­son­ar. Í álits­gerðinni seg­ir m.a. að ástæða sé til þess að ákvæði 14. gr. lag­anna séu ótví­ræð um að þau taki bæði til smitaðra ein­stak­linga og þeirra sem rök­studd­ur grun­ur leik­ur á að hafi smit­ast. Jafn­framt er málsmeðferð við ákv­arðanir um að setja fólk í ein­angr­un eða sótt­kví skýrð frek­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert