Fálkahræ fannst í dag í miðjum Akureyrarbæ. Þetta er annar dauði fálkinn sem finnst á Akureyri á stuttum tíma.
Fálkinn fannst við göngustíg neðan við andarpollinn hjá Sundlaug Akureyrar.
„Börn sem áttu þar leið um gengu fram á fullorðinn karlfugl og virðist mjög stutt síðan hann drapst,“ segir að vef Akureyri.net sem segir fyrst frá.
Ólafaur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrustofnun, sagði við Akureyri.net á miðvikudaginn að sjaldgæft væri að fullorðnir fálkar dræpust annars staðar en fjarri mannabyggð.