Nagladekkin valda mestu um svifrykið

Svifrykið er öllum til ama.
Svifrykið er öllum til ama. Haraldur Jónasson/Hari

Rann­sókn á svifryki á höfuðborg­ar­svæðinu leiðir í ljós að þar hafi nagla­dekk mest að segja af þeim þátt­um, sem hafa má áhrif á. Gatnaþvott­ur virðist hins veg­ar vera óskil­virk lausn á vand­an­um.

Höfuðborg­ar­bú­ar hafa ekki farið var­hluta af svifryki und­an­farna daga, en á því ber sér­stak­lega í köldu og stilltu veðri líkt og verið hef­ur, þó nú sé það fokið út í veður og vind. Vega­gerðin bend­ir á að sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu um los­un svifryks frá gatna­kerf­inu á höfuðborg­ar­svæðinu, sem styrkt var af Rann­sókna­sjóði Vega­gerðar­inn­ar, vegi nagla­dekkja­notk­un mjög þungt við mynd­un svifryks­ins.

Í rann­sókn­inni var not­ast við NORTRIP-líkanið til að spá fyr­ir um svifryk vegna bílaum­ferðar og fá vís­bend­ing­ar um hvað þurfi að gera til að sporna við því. Ein af niður­stöðum skýrsl­unn­ar er sú að veru­lega þurfi að draga úr nagla­dekkja­notk­un en næmni­grein­ing gef­ur til kynna að nagla­dekkja­notk­un sé lang veiga­mesti þátt­ur­inn í mynd­un svifryks frá um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu.

Skýrsl­an var unn­in af Bri­an C. Barr, meist­ara­nem­anda við Jarðvís­inda­deild Há­skóla Íslands, en hann tók sam­an gögn um veðurfar, magn og sam­setn­ingu um­ferðar, og ástand götu­yf­ir­borðs við Kaup­tún í Garðabæ á tíma­bil­inu októ­ber 2017 til apríl 2018. NORTRIP líkanið tíma­setti vel „gráa daga“ þegar svifryk fór yfir heilsu­vernd­ar­mörk, en þó var svifrykið al­mennt séð of­metið í niður­stöðum lík­ans­ins og því þarf að túlka þær sem leiðbein­andi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í  dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert