„Alvarlegar blikur á lofti“

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

For­stjóri Land­spít­ala seg­ir al­var­leg­ar blik­ur á lofti hvað varðar far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar hér­lend­is. Hann hvet­ur fólk til að „huga sér­stak­lega vel að sótt­vörn­um í sínu nærum­hverfi og ganga löt­ur­hægt um gleðinn­ar dyr“, í pistli sem birt­ist á vef Land­spít­ala. 

21 kór­ónu­veiru­smit greind­ist inn­an­lands í gær, föstu­dag, og 20 smit á fimmtu­dag. Dag­ana þar á und­an höfðu ívið færri smit greinst inn­an­lands. 

„Það hef­ur verið mikið álag á spít­al­an­um vegna Covid-19-far­ald­urs­ins og þarf ekki að tí­unda það fyr­ir ykk­ur. Í vik­unni sáum við okk­ur fært að færa spít­al­ann af hættu­stigi niður á óvissu­stig, þar sem sam­fé­lags­leg­um smit­um fór fækk­andi og dró úr álag­inu á spít­al­an­um,“ skrif­ar Páll Matth­ías­son í pistli sín­um. 

„Við von­um svo sann­ar­lega að sú staða hald­ist inn í aðvent­una og að sam­taka­mátt­ur lands­manna tryggi út­hald þar til bólu­efni get­ur hjálpað okk­ur í bar­átt­unni við veiruna. Það eru þó al­var­leg­ar blik­ur á lofti og ég vil ein­dregið hvetja alla til að huga sér­stak­lega vel að sótt­vörn­um í sínu nærum­hverfi og ganga löt­ur­hægt um gleðinn­ar dyr.“

Þar deildi hann einnig mynd­skeiði af starfs­fólki á A6, lungna­deild, sem var umbreytt í Covid-deild en sinn­ir nú á ný sínu reglu­lega hlut­verki.

„Hér slær starfs­fólk á létta strengi og sýn­ir aðdá­un­ar­verða takta í því eins og öðru. Eins og sést hérna fyr­ir neðan er þetta er áskor­un á aðrar deild­ir og vinnustaði í heil­brigðisþjón­ustu!“ skrif­ar Páll og lýk­ur pistl­in­um á eft­ir­far­andi skila­boðum:

„Nú ríður á að þetta sé nú ekki bara stund milli stríða! Góða helgi – ferðist inn­an­húss!“


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert