Saka Rósu um alvarlegar rangfærslur

Réttartannlæknar eru ósáttir við frumvarp Rósu Bjarkar.
Réttartannlæknar eru ósáttir við frumvarp Rósu Bjarkar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Frum­varpið mun ekki bæta rétt barna held­ur auðvelda full­orðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta rétt­ar­vernd­ar sem börn­um eiga að vera tryggð. Með órök­studd­um dylgj­um og röng­um til­vís­un­um er reynt að grafa und­an þeirri aðferðafræði sem best trygg­ir börn­um rétt sinn og lang­flest lönd Evr­ópu fylgja,“ seg­ir í um­sögn fjög­urra rétt­artann­lækna um frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um út­lend­inga.

Um er að ræða frum­varp Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur sem fel­ur í sér að horfið verði frá ald­urs­grein­ing­um með lík­ams­rann­sókn en í staðinn tekið upp heild­stætt mat, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Rétt­artann­lækn­arn­ir segja að rétt­ar­lækn­is­fræðileg­ar ald­urs­grein­ing­ar séu ná­kvæm­ar og þær séu notaðar af öll­um Evr­ópuþjóðum utan tveggja til að tryggja rétt­indi barna. „Flutn­ings­maður ger­ist sek­ur um al­var­leg­ar rang­færsl­ur í sín­um mál­flutn­ingi sem stand­ast ekki nán­ari skoðun,“ seg­ir í um­sögn­inni. Und­ir hana rita rétt­artann­læk­arn­ir Svend Richter, Sig­ríður Rósa Víðis­dótt­ir, Guðlaug­ur J. Jó­hanns­son og Sonja Rut Jóns­dótt­ir en þau kenna öll við tann­lækna­deild Há­skóla Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka