Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur sent Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni opið bréf sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu segir Kári að það sé rangt að hann hafi einhvern tímann veist að honum og að hann hafi alltaf hrósað honum í hástert við hvert tækifæri.
Þar vísar Kári til þess að Þórólfur sagði í viðtali við Vísi í gær að honum þætti ómaklega að sér vegið með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. Þau orð sagði Vísir að hann hafi látið falla eftir að Kári sagði í viðtali að skilaboð sóttvarnayfirvalda um mögulegar afléttingar hafi valdið kæruleysi og því hafi smitum fjölgað í kjölfarið.
Bréf Kára má lesa í heild sinni hér að neðan.
„Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meira en hann sjálfur“ Óður Einars Ben til meðvirkninnar Opið bréf...
Posted by Kari Stefansson on Sunday, 29 November 2020