Ók upp undir brú

mbl.is/Erling

Óhapp varð á Vesturlandsvegi til móts við Hádegismóa skömmu eftir klukkan átta í morgun þegar vörubíll keyrði upp undir brú þar með þeim afleiðingum að farmurinn fór út um allt.

Svo virðist sem um bilun hafi verið að ræða en bílstjórinn sjálfur segir að pallurinn hafi verið niðri þegar hann lagði af stað en hann lyftist upp á leiðinni.

mbl.is/Erling

Einhverjar tafir gætu verið á umferð á Vesturlandsveginum af þessum sökum.

mbl.is/Erling
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert