50% söluaukning hefur verið á jólabjór í ÁTVR samanborið við síðasta ár og hafa alls 613 þúsund lítarar bjórs verið seldir síðan um miðjan nóvember.
Þó ber að taka með í reikninginn að sala á bjórnum hófst viku fyrr í ár en á síðast ári. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu til samanburðar selst 408 þúsund lítrar á sama tíma í fyrra.
Sigrún Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að þrátt fyrir að salan hafi hafist viku fyrr núna sé augljós söluaukning á jólabjórnum samanborið við söluna 2019. Jólabjórinn frá Tuborg er langsöluhæsti bjórinn og fer nærri að hann sé um helmingur af sölu alls jólabjórs.
Fimm vinsælustu tegundirnar eru:
Áfengissala fyrstu ellefu mánuði ársins er umtalsvert meiri en hún var árið 2019 og munar þar rúmum 17%. Að sögn Sigrúnar helgast það að líkindum af því að fleiri Íslendingar eru á landinu en undanfarin ár. Veitinga- og skemmtistaðir hafa að miklu leyti verið lokaðir eða með skerta opnunartíma auk þess sem Fríhöfnin hefur ekki verið virk í sölu áfengis.