Katrín ávarpar aukaþing SÞ um Covid-19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra ávarp­ar í kvöld sér­stakt aukaþing Sam­einuðu þjóðanna um Covid-19. Þingið hefst í dag og stend­ur í tvo daga.

Bú­ast má við að ræða Katrín­ar, sem tek­in var upp fyrr í vik­unni, verði spiluð á milli klukk­an 19 og 20 í kvöld. Hægt er að fylgj­ast með þing­inu á út­send­ing­ar­vef Sam­einuðu þjóðanna, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Meðal áherslu­atriða í ræðu for­sæt­is­ráðherra eru jafn­rétt­is­mál og vax­andi heim­il­isof­beldi í heims­far­aldr­in­um, mik­il­vægi þess að all­ir hafi jafn­an aðgang að bólu­efn­um og heil­brigðisþjón­ustu og græn upp­bygg­ing í kjöl­far Covid-19.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert