Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins með 24% fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Greint var frá niðurstöðunum í morgunfréttum Rúv.
Helsta breytingin frá síðasta Þjóðarpúlsi er að fylgi Viðreisnar minnkar um nær tvö prósentustig. Tæp 10% segjast myndu kjósa flokkið ef kosið væri nú.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um þrjú prósentustig en tveir af hverjum fimm sem tóku afstöðu styðja stjórnina.
Samfylkingin er með liðlega 17% fylgi, Píratar eru með rúmlega 12% fylgi og VG 12% fylgi. Þá fá Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn 9% fylgi.
Tæp 4% styðja annars vega Flokk fólksins og hins vegar Sósíalistaflokkinn.
13% gefa ekki upp afstöðu sína og 7% myndu skila auðu ef kosið væri í dag.