Uppgreiðslugjald ÍLS dæmt ólöglegt

Þúsundir lána sem tekin voru á árunum 2005-2013 voru með …
Þúsundir lána sem tekin voru á árunum 2005-2013 voru með uppgreiðsluákvæði. mbl.is/Golli

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt upp­greiðslu­gjald lán­tak­enda að lán­um sem tek­in voru hjá Íbúðalána­sjóði á ár­un­um 2005-2013 ólög­leg. Þar með hafi ÍLS verið óheim­ilt að krefja lánþega um greiðslu upp­greiðslu­gjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. Reikna má með að tug millj­arða króna hags­mun­ir séu und­ir. 

„Ég lít svo á að dóm­ur­inn hafi ótví­rætt for­dæm­is­gildi. Dóm­ur­inn kveður skýrt á um það að þetta sé ólög­mæt inn­heimta þókn­ana. Reglu­gerð ÍLS geng­ur lengra en lög­in heim­ila,“ seg­ir Þórir Skarp­héðins­son lögmaður hjá Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur sem rak málið fyr­ir héraðsdómi. 

16 millj­arða hags­mun­ir árið 2018

Heim­ild ÍLS til þess að taka þókn­un í formi upp­greiðslu­gjalda bygg­ir á laga­heim­ild sem fjall­ar um neyðarástand t.a.m. ef áhlaup væri á sjóðinn. Héraðsdóm­ur kemst að þeirri niður­stöðu að sjóðnum hafi ekki verið heim­ilt að byggja gjald­tök­una á þess­ari laga­heim­ild.

Fram kem­ur í svari við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi árið 2018 að tæp­lega 6.400 lánþegar greiddu upp­greiðslu­gjaldið á ár­un­um 2008-2018. Í heild tóku tæp­lega 13.900 lánþegar lán hjá ÍLS þar sem lán­töku­gjalds var kraf­ist. Úr þeim gögn­um má lesa að hags­mun­ir tengd­ir lán­um með upp­greiðslu­ákvæði séu 16 millj­arðar króna árið 2018. Gera má ráð fyr­ir því að þess­ir hags­mun­ir séu hærri í krón­um talið árið 2020.   

Skuld­ar­ar geti end­ur­fjármagnað lán sín 

Að sögn Þóris fel­ur dóm­ur­inn þrennt í sér að mati hans.

1. Að Íbúðalána­sjóði var óheim­ilt að krefja skuld­ara um upp­greiðslu­gjald þegar þeir greiddu upp lán sín.


2. Að Íbúðalána­sjóði var óheim­ilt að krefja skuld­ara um þókn­un þegar þeir borguðu inn á lán hjá sjóðnum.

3. Að þeir skuld­ar­ar sem ekki hafa getað end­ur­fjármagnað lán sem þeir tóku hjá Íbúðalána­sjóði (með nýj­um hag­stæðari lán­um frá öðrum lán­veit­end­um) vegna kröfu um upp­greiðslu­gjald geta nú kraf­ist þess að greiða þau lán upp án viðbót­ar­gjalds.

Þórir Skarphéðinsson.
Þórir Skarp­héðins­son.

Þórir tel­ur að þeir sem hafi greitt upp­greiðslu­gjald í það minnsta síðustu 10 ár falli und­ir dóm­inn þar sem fyrn­inga­frest­ur er alla jafna 10 ár. Ekki sé úti­lokað að hægt sé að fara lengra aft­ur í tím­ann þar sem ekki sé tekið á ein­staka efn­is­atriðum held­ur sé upp­greiðslu­gjaldið dæmt ólög­legt í heild sinni. 

„Enn rík­ir nokk­ur óvissa um viðbrögð ÍL-sjóða við dómn­um, svo sem hvort hon­um verður áfrýjað til Lands­rétt­ar. Það er hins veg­ar afar brýnt að lánþegar sem geta átt rétt á end­ur­greiðslu ólög­mætra gjalda, leiti rétt­ar síns án taf­ar. Þess er þörf, meðal ann­ars, til að koma í veg fyr­ir mögu­lega fyrn­ingu krafna og til að tryggja rétt sinn til vaxta,“ seg­ir Þórir.

Upp­greiðslu­gjaldið var 16% af upp­hæðinni 

Í um­ræddu dóms­máli var upp­greiðslu­gjald um­bjóðanda Þóris 16% af upp­greiðslu­verðmæti láns­ins. Að sögn Þóris er not­ast við flókna reikni­formúlu til þess að reikna upp­greiðslu­gjald lána og að lán­tak­end­ur hafi ekki nokk­ur tök á því að átta sig á því hvað felst í út­reikn­ing­um um upp­greiðslu­gjald.

Tugmilljarða króna hagsmunir gætu legið að baki dómi héraðsdóms.
Tug­millj­arða króna hags­mun­ir gætu legið að baki dómi héraðsdóms. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Staðreynd­in er sú að nú eru t.d. lán hundruð ein­stak­linga á lands­byggðinni sem eru með þessu upp­greiðslu­gjaldi. Á mörg­um stöðum hafa fast­eigna­eig­end­ur ekki notið þeirra hækk­ana á hús­næðis­verði sem hafa orðið t.a.m. á höfuðborg­ar­svæðinu. Fyr­ir vikið eru þeir í raun fast­ir með lán sín frá Íbúðalána­sjóði og hafa ekki getað end­ur­fjármagnað lán sín í takti við þau kjör sem nú bjóðast. Fast­ir með vaxta­byrði sem er ekki í nein­um takti við það sem ger­ist á al­menn­um markaði," seg­ir Þórir.

Lánþegum hjá Íbúðalána­sjóði bauðst á ár­un­um 2005-2013 að taka annað hvort lán með eða án upp­greiðslu­gjalds. Þeir sem völdu þá leið að taka ekki lán með upp­greiðslu­gjaldi greiddu þess í stað hærri vexti af lán­um sín­um hjá sjóðnum.

Að sögn Þóris vek­ur dóm­ur­inn einnig spurn­ing­ar um rétt­ar­stöðu þeirra sem tóku lán á hærri vöxt­um án upp­greiðslu­gjalds. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka