Segir samsæriskenningar ekki mega grassera

Auður H. Ingólfsdóttir
Auður H. Ingólfsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Auður H. Ingólfsdóttir, sem starfar sjálfstætt í fræðslu um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, segir mikilvægt að fólk sem er í stöðu til þess taki þátt málefnalega í umræðum, þegar samsæriskenningar skjóta upp kollinum.

Í pistli sem hún skrifaði á Facebook í dag fer hún yfir það hvernig Elísabet Guðmundsdóttir, lærður læknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir, heldur fram hlutum sem hægt sé að afsanna með einfaldri leit á netinu.

Hún segir að þegar fólk sem er í stöðu til að benda á villurnar geri það ekki fái samsæriskenningarnar að grassera. Eftir standi hrós til manneskju, sem í krafti ákveðinna menntunar eða þekkingar heldur fram hlutum sem standast enga skoðun.

Hún segir eðlilegt að fólk með menntun eða þekkingu sem fer svona fram nái til fólks, sem stendur svo eftir ruglað í ríminu.

Eðlilegt að ræða aðgerðir

„Það er gott að ræða það á gagnrýnan máta hvað sé rétt að gera og svoleiðis. Við eigum ekki að þagga niður þá umræðu. Þegar við eru komin í afneitun á staðreyndum og gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi þá er umræðan komin á þannig stað sem ég vona að verði ekki útbreitt hjá okkur eins og hefur gerst víða erlendis,“ segir Auður í samtali við mbl.is

Hún nefnir sem dæmi umræðu um loftslagsbreytingar og að notuð hafi verið aðferðin að hræra í þekkingu og búa til efasemdir um vísindi. „Það hefur tafið okkur ótrúlega mikið að taka því málefni alvarlega.“

„Ef við náum að ræða þegar slíkt kemur upp, fara í ekki manneskjuna heldur staðreyndirnar og þær ræddar málefnalega, þá geti það haft áhrif, ef við nógu mörg stígum fram og reynum að taka umræðuna á málefnalegum grunni,“ segir Auður.

Hér má sjá hugvekju Auðar:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert