Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðaði til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi.
Gestur fundarins var Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá almannavarnadeild, en hún mun kynna viðvörunarkerfi vegna Covid-19.