Hótel Saga í nýtt hlutverk?

Bændahöllin, hótel Saga.
Bændahöllin, hótel Saga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur sl. föstudag var lögð fram fyrirspurn um mögulega breytingu á starfsemi Hótel Sögu við Hagatorg. Sem kunnugt er var hótelinu lokað 1. nóvember sl. vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Það er Jón Hrafn Hlöðversson, byggingafræðingur hjá teiknistofunni Mansard, sem sendi fyrirspurnina inn með bréfi dagsettu 23. nóvember sl. Í bréfinu leggur hann tvær spurningar fyrir byggingarfulltrúann:

1. Hvort breyta megi húsnæði Hótels Sögu við Hagatorg 1 að hluta eða öllu leyti í íbúðarhúsnæði. Kæmi til greina að breyta skipulagi með þeim hætti?

2. Í skipulagsskilmálum kemur fram að leyfilegt er að reka ýmiss konar þjónustu, þar með leigustarfsemi, hótel og viðlíka sem og heilbrigðisstarfsemi. Myndi heilbrigðisstarfsemi líkt og þjónusta við aldraða, t.d. hjúkrunarheimili, falla innan þess ramma?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert