Ráðuneytið slær á hjálparhönd í heimsfaraldrinum

Urðarhvarf. Hér hafa stjórnvöldum staðið hjúkrunarúrræði Heilsuverndar til boða, en …
Urðarhvarf. Hér hafa stjórnvöldum staðið hjúkrunarúrræði Heilsuverndar til boða, en þau hafa ekki svarað boðinu.

For­svars­menn sjálf­stæðra heil­brigðis­stofn­ana gagn­rýna stjórn­völd harðlega fyr­ir að láta kreddu koma í veg fyr­ir að öll úrræði séu nýtt í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Þrátt fyr­ir ákall heil­brigðisráðuneyt­is­ins um fleiri hjúkr­un­ar­rými hafi boðum um þau ekki einu sinni verið svarað. Síðan hafi komið upp Covid-19-smit­in á Landa­koti, sem dregið hafi á ann­an tug til dauða.

Þetta kem­ur fram í viðtali í ný­út­komnu tölu­blaði Lækna­blaðsins, en þar segj­ast þau Anna Birna Jens­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sól­túns, og Teit­ur Guðmunds­son, lækn­ir og fram­kvæmda­stjóri Heilsu­vernd­ar, hissa á að þau hjúkr­unar­úr­ræði, sem þau hafi boðið, séu ekki virt viðlits af stjórn­völd­um. Á sama tíma og liðlega 100 sjúk­ling­ar sitji fast­ir á Land­spít­ala standi sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­stofn­an­ir með til­bú­in sjúkra­rúm ónýtt á hliðarlín­unni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í viðtal­inu minn­ir Anna Birna á að for­stjór­ar hjúkr­un­ar­heim­ila hafi fengið tölvu­póst frá ráðuneyt­inu hinn 5. októ­ber, þar sem vandi spít­al­ans var áréttaður og beðið um hjálp­ar­hönd – það munaði um hvert rými. Hún hafi heyrt hvernig þeir hafi tínt eitt og eitt pláss til en stærri hug­mynd­um hafi ekki verið svarað, frá ráðuneyt­inu hafi ekk­ert sím­tal borist. „Ekki eitt ein­asta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert