Ráðuneytið slær á hjálparhönd í heimsfaraldrinum

Urðarhvarf. Hér hafa stjórnvöldum staðið hjúkrunarúrræði Heilsuverndar til boða, en …
Urðarhvarf. Hér hafa stjórnvöldum staðið hjúkrunarúrræði Heilsuverndar til boða, en þau hafa ekki svarað boðinu.

Forsvarsmenn sjálfstæðra heilbrigðisstofnana gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir að láta kreddu koma í veg fyrir að öll úrræði séu nýtt í kórónuveirufaraldrinum.

Þrátt fyrir ákall heilbrigðisráðuneytisins um fleiri hjúkrunarrými hafi boðum um þau ekki einu sinni verið svarað. Síðan hafi komið upp Covid-19-smitin á Landakoti, sem dregið hafi á annan tug til dauða.

Þetta kemur fram í viðtali í nýútkomnu tölublaði Læknablaðsins, en þar segjast þau Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, og Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hissa á að þau hjúkrunarúrræði, sem þau hafi boðið, séu ekki virt viðlits af stjórnvöldum. Á sama tíma og liðlega 100 sjúklingar sitji fastir á Landspítala standi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir með tilbúin sjúkrarúm ónýtt á hliðarlínunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í viðtalinu minnir Anna Birna á að forstjórar hjúkrunarheimila hafi fengið tölvupóst frá ráðuneytinu hinn 5. október, þar sem vandi spítalans var áréttaður og beðið um hjálparhönd – það munaði um hvert rými. Hún hafi heyrt hvernig þeir hafi tínt eitt og eitt pláss til en stærri hugmyndum hafi ekki verið svarað, frá ráðuneytinu hafi ekkert símtal borist. „Ekki eitt einasta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert