Einmanaleg jól smitist fólk um helgina

Rögnvaldur brýnir fyrir fólki að fara varlega í öll mannamót …
Rögnvaldur brýnir fyrir fólki að fara varlega í öll mannamót um helgina og bendir á að smit um helgina þýði einmanaleg jól. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Svona klasa­smit eru mjög fljót að skekkja töl­una. Á meðan það er ein­hver veira úti í sam­fé­lag­inu, eins og er núna, þá er þetta eitt­hvað sem við get­um átt von á hvar og hvenær sem er,“ seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn um Covid-smit gær­dags­ins.

Tólf greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær og voru ell­efu í sótt­kví. Sex af tólf smituðust í tengsl­um við klasa­smit í hús­næði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur í Hafnar­f­irði.

Rögn­vald­ur brýn­ir fyr­ir fólki að fara var­lega í öll manna­mót um helg­ina og bend­ir á að smit um helg­ina þýði ein­mana­leg jól:

„Þetta gætu verið af­leiðing­arn­ar af því. Núna eru 13 dag­ar til jóla og fyrsti jóla­sveinn­inn kem­ur í kvöld. Fólk er venju­lega rúm­ar tvær vik­ur í ein­angr­un. Þeir sem eru óheppn­ir um helg­ina gætu verið í ein­angr­un og misst af jól­un­um. Það er því enn rík­ari ástæða til að fara var­lega.“

Mik­il­vægt að passa metr­ana í pott­un­um

Sund­laug­ar lands­ins opnuðu í gær og tóku fjöl­marg­ir lands­menn gleði sína vegna þess. Ein­hverj­ir hafa þó haft á orði að tveir metr­ar séu býsna teygj­an­legt hug­tak í heit­um pott­um víða.

Rögn­vald­ur seg­ir ekk­ert slíkt hafa komið inn á borð al­manna­varna en brýn­ir fyr­ir fólki að tveggja metra regl­an eigi svo sann­ar­lega við í sundi.

„Þótt það sé klárt að veir­an lifi ekki af í klór­vatn­inu eru haus­arn­ir upp úr vatn­inu og ef minna en tveir metr­ar eru á milli er alltaf leið fyr­ir veiruna. Fjar­lægðin á því svo sann­ar­lega við í sund­inu og einnig í bún­ings­klef­an­um auðvitað.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka