„Þetta er á viðkvæmum stað“

Thor Aspelund.
Thor Aspelund. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ef við náum þessu aldrei al­veg niður þá er hætta á að þetta blási upp. Þetta er á viðkvæm­um stað, en ég myndi ekki hafa áhyggj­ur af þessu al­veg strax. Við viss­um að þetta væri al­veg mögu­leiki,“ seg­ir Thor Asp­e­lund, pró­fess­or í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands. Vís­ar hann þar til smit­fjölda dags­ins.

Alls greind­ust 22 kór­ónu­veiru­smit í gær. Þar af voru tíu á landa­mær­um og tólf inn­an­lands. Fimm greind­ust hjá hæl­is­leit­end­um sem búa mjög þröngt. Hugs­an­legt er að fleiri smit grein­ist í tengsl­um við það. 

Leik­gleði í loka­sprett­inn

Að sögn Thors er ekki ástæða til að hafa áhyggj­ur. Reynsl­an sýni okk­ur að vel hafi tek­ist til með að halda utan um klasa­smit. „Við vit­um að þetta er alltaf mögu­leiki og ég er ekki svart­sýnn á að þetta setji okk­ur út af lag­inu. Okk­ur hef­ur fram til þessa gengið vel að ná utan um klasa­smit,“ seg­ir Thor og bæt­ir við að loka­sprett­ur­inn sé fram und­an. 

„Við höf­um verið að ná smitstuðlin­um niður, en nú snýst þetta um að klára loka­sprett­inn. Ég held að við get­um al­veg gert það. Við þurf­um að setja smá leik­gleði í þetta, það er stutt til jóla. Ég er bjart­sýnn á að við kom­umst nokkuð góð inn í jól­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka