Ekki ákveðið hver verður framsögumaður

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, reiknar með því að meirihluti nefndarinnar verði búinn að ákveða á morgun hver verður framsögumaður nýs frumvarps um hálendisþjóðgarð.

Spurður hvort einhver ágreiningur hafi verið uppi um hver sinnir verkefninu segir Kolbeinn svo ekki vera. Meirihluti nefndarinnar eigi eftir að ræða málið á fundi sín á milli. Næsti fundur nefndarinnar er í fyrramálið.

Kolbeinn segir ekkert óeðlilegt að það dragist að skipa framsögumann og bendir til dæmis á að enn eigi eftir að skipa framsögumann vegna frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðar.

Andstaða er innan Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk við frumvarpið um hálendisþjóðgarðinn. Það var lagt fram á Alþingi fyrir nokkrum dögum og framundan er umfjöllun úti í samfélaginu og í þingnefndum, áður en til afgreiðslu kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert