Prikið í Bankastræti mun framvegis ekki halda tónleika í glugga sínum eftir að stór hópur fólks safnaðist saman fyrir utan staðinn og hlustaði á tónlistarmanninn Auð flytja lög sín. Ráðgert var að fólk sem ætti leið hjá gæti glaðst í örstutta stund meðan það gengi framhjá Prikinu, en svo fór að fjöldi fólks nam staðar við Prikið.
Í tilkynningu segja staðarhaldarar á Prikinu að þeir hefðu átt að sjá fyrir auðsýndan áhuga á tónlistarflutningi Auðar og því bregðast þeir nú við með því að „draga gluggatjöldin fyrir.“
Héðan í frá mun einungis vera streymt frá tónleikum sem haldnir verða í samstarfi við Prikið.
„Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnarlækni um málið.“
Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...
Posted by Prikið Kaffihús on Mánudagur, 14. desember 2020