Sólborg leiðir starfshóp um kynfræðslu

Sólborg Guðbrandsdóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólborg Guðbrandsdóttir fyrirlesari leiðir starfshóp um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað hópinn. Hópurinn mun skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021.

Helstu verkefni hópsins:

Gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara.

Taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti.

Gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði.

Starfshópinn skipa:

Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar,
Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar,

Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar,

Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar,

Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema,

Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi,

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga,

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands

Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun,

Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar,

Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis,

Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót,

Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert