Samráðshópur um starfsemi hjúkrunarheimila mælir alfarið gegn því að íbúar fari í boð til ættingja og vina á aðventu, jólum eða áramótum.
Tekið er fram í leiðbeiningum til hjúkrunarheimila að eftir slíkt boð þurfi íbúi að fara í sóttkví með ættingja á hans heimili og sýnatöku að sóttkví lokinni, áður en heimild verður veitt til þess að hann fái að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið.