Salan ekki gáfuleg ef „ríkissjóður er upp við vegg“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/​Hari

Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir um til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins um sölu á eign­ar­hlut­um ís­lenska rík­is­ins í Íslands­banka óvænta. Vand­lega þurfi að skoða hvort tíma­setn­ing söl­unn­ar sé rétt í ljósi aðstæðna, bæði í efna­hags­líf­inu hér á landi og úti í heimi.

Til­lög­ur BR sama efn­is voru viðraðar í mars­mánuði en frá þeim var horfið vegna ný­upp­sprott­ins heims­far­ald­urs. 

„Þarf að skoða þetta vand­lega,“ seg­ir Logi í sam­tali við mbl.is. „Það væri ekki gáfu­legt að ráðast í eitt­hvað svona á meðan rík­is­sjóður er upp við vegg,“ bæt­ir hann við. 

Formaður stjórn­ar bjart­sýnn

Það var ann­ar tónn í Hall­grími Snorra­syni, stjórn­ar­for­manni Íslands­banka, þegar mbl.is ræddi við hann. Hann sagði tíma­setn­ing­una ekki endi­lega vera slæma og að gott væri að blása nýju lífi í bank­ann með dreifðara eign­ar­haldi.

„Ég er þokka­lega bjart­sýnn á þetta. Finnst þetta bara ágæt­is mál,“ seg­ir Hall­grím­ur.

Hallgrímur Snorrason, stjórnarformaður Íslandsbanka.
Hall­grím­ur Snorra­son, stjórn­ar­formaður Íslands­banka. mbl.is/​Frikki

Spurður að því hver mögu­leg­ur ávinn­ing­ur yrði af því að selja eign­ar­hlut rík­is­ins seg­ir hann að mögu­lega myndi það glæða bank­ann nýju lífi. 

„Ávinn­ing­ur­inn er að bank­inn kom­ist á markað og kom­ist í kaup­höll þannig að fleiri aðilar kom­ist að bank­an­um en ekki bara ríkið. Þannig kemst nýtt blóð inn í bank­ann.“

„Ef vel tekst til og áhug­inn er mik­ill þá er það bara í góðu lagi, ef ekki þá þarf bara að skoða þetta bet­ur eða þá síðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert