Einn greinst á Íslandi með nýja afbrigðið

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fundaði í dag með vís­inda­mönn­um í Bretlandi um nýj­an stofn kór­ónu­veirunn­ar sem veld­ur Covid-19. Einn ein­stak­ling­ur hef­ur greinst með þetta af­brigði á landa­mær­un­um hér á landi.

Þetta staðfest­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is. Ein­stak­ling­ur­inn hafi farið í ein­angr­un og eng­in dreif­ing hafi orðið á þessu af­brigði. 

Þórólf­ur seg­ir að með far­alds­fræðirann­sókn­um og líkana­reikn­ingi hafi verið reiknað út í Bretlandi að það sterk­ar lík­ur séu á því að þetta af­brigði sé meira smit­andi en önn­ur af­brigði.

Einnig sé litið til út­breiðslu þar sem aðgerðir hafa verið mjög harðar. 

„Það er á þeim grunni sem þeir ákveða að fara í þess­ar hörðu lok­an­ir í Bretlandi,“ seg­ir Þórólf­ur.

Um­fang ekki þekkt

Hann seg­ir að í Bretlandi hafi bara hluti af stofn­um verið raðgreind­ir af þeim sem hafa greinst þar. Það sé ekki eins og hér þar sem all­ir stofn­ar eru raðgreind­ir.

„Þannig að þeir vita ekki hvert um­fangið af stofn­in­um er, hversu mik­il út­breiðslan raun­veru­lega er.“

Þórólf­ur seg­ir að ekki sé vitað hvað veld­ur því að þessi stofn sé meira smit­andi. Hægt sé að vita hver stökk­breyt­ing­in sé en ekki endi­lega ennþá hvað það er sem skýr­ir það að hann sé meira smit­andi. 

Margt óljóst

„Það á margt eft­ir að koma í ljós. Þetta eru bara byrj­un­arniður­stöður, það er ekk­ert sem gef­ur það til kynna að hann valdi verri sjúk­dómi, svo er verið að rann­saka núna hvort að það sé eitt­hvað sem valdi því að bólu­setn­ing­in virki ekki á þenn­an stofn – það er ekk­ert sem bend­ir til þess,“ seg­ir Þórólf­ur um efni fund­ar­ins sem hann sat í dag. 

„Þær rann­sókn­ir eru að fara í gang núna og þau bjugg­ust ekki við niður­stöðum úr því fyrr en á milli jóla og ný­árs.“

Þórólf­ur bend­ir á að ekk­ert land sé með tvö­falda skimun við landa­mær­in eins og við erum með, það sé ör­uggt kerfi. Því sé kannski ekki ástæða til að fara að ræða frek­ari aðgerðir á landa­mær­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert