Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar

Hluti íbúa Seyðisfjarðar fær að snúa aftur til síns heima.
Hluti íbúa Seyðisfjarðar fær að snúa aftur til síns heima. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði og tekið ákvörðun um að óhætt sé að aflétta rýmingu á hluta bæjarins. 

Íbúum þeirra gatna og bæja sem tilteknar eru hér að neðan er heimilt að snúa aftur heim. Þá hefur neyðarstig almannavarna verið fært frá neyðarstigi niður á hættustig.

Í tilkynningu frá lögreglu er áréttað að óviðkomandi umferð um bæinn er enn bönnuð. Einungis íbúum á neðangreindum götum er heimilt að snúa aftur og eru þeir beðnir um að halda sig sem mest heima fyrir þar til hægist um. Verslun á Seyðisfirði er lokuð í dag og eru íbúar  hvattir til að taka með sér vistir.

Þeir íbúar sem fá að snúa aftur þurfa að gefa sig fram við veglokunina á Fjarðarheiði. Íbúar sem ekki hafa bíl til umráða geta gefið sig fram í fjöldahjálparstöðinni í Egilsstaðaskóla.

Þær götur sem um ræðir eru:

·         Dalbakki

·         Árbakki

·         Gilsbakki

·         Hamrabakki

·         Fjaðarbakki

·         Leirubakki

·         Vesturvegur     

·         Norðurgata

·         Ránargata

·         Fjörður

·         Fjarðargata

·         Bjólfsgata

·         Oddagata

·         Öldugata

·         Bjólfsbakki

·         Árstígur

·         Garðarsvegur

·         Hlíðarvegur

·         Skólavegur

·         Suðurgata að Garðarsvegi

·         Austurvegur að nr. 21

·         Langahlíð

Auk bæjanna

·         Dvergasteinn

·         Sunnuholt

·         Selsstaðir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert