Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samkomulag við lyfjaframleiðandann Janssen um kaup á bóluefnum við Covid-19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Fram kemur að þátttak Íslands í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefninu tryggi hlutfallslega sama magn bóluefna hér á landi og hjá öllum öðrum þjóðum sem taki þátt í samstarfinu.
Þá kemur fram að heilbrigðisráðuneytið vinni nú að lokagerð samnings við lyfjaframleiðandann Moderna og er ráðgert að undirrita hann 31. desember næstkomandi.