MDE vísar frá máli Gests og Ragnars

MDE vísaði frá máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall.
MDE vísaði frá máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall. mbl.is/Ómar Óskarsson

Niðurstaða yfirdeildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu var að um­sókn Gests Jóns­son­ar og Ragn­ars Hall­dórs Hall væri ósam­rýman­leg máls­ástæðum og ákvæðum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og lýsti dómstóllinn því um­sókn­ina ótæka.  

Dóm­stóll­inn taldi að sekt­irn­ar sem um­sókn­in beind­ist að heyrðu ekki und­ir 7. grein mann­rétt­inda­sátt­mál­ans um að eng­in refs­ing skuli dæmd án laga, því ekki væri hægt að flokka sekt­irn­ar sem „refs­ingu“. 

Málið teng­ist hinu svo­kallaða Al-Thani-máli Kaupþings­manna, en lögmennirnir Gest­ur og Ragn­ar voru sektaðir af rík­inu fyr­ir að segja sig frá málinu í apríl 2013.

Þegar aðalmeðferð átti að fara fram mættu Gest­ur og Ragn­ar ekki til þing­halds og voru þeir því leyst­ir frá verj­enda­störf­um í mál­inu og skjól­stæðing­um þeirra skipaðir nýir verj­end­ur. Voru þeir dæmd­ir af héraðsdómi til þess að greiða eina millj­ón hvor í sekt.

Þeir áfrýjuðu því til Hæsta­rétt­ar, sem staðfesti ákvörðun héraðsdóms og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafnaði því síðan í októ­ber 2018 að ís­lenska ríkið hefði brotið á þeim. Gest­ur og Ragn­ar voru ekki sátt­ir við þá niður­stöðu og fóru þess því á leit við yf­ir­deild­ina að hún tæki málið fyr­ir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert