Spurt og svarað um væntanlegt bóluefni

Heilbrigðisstarfsmaður með umrætt bóluefni.
Heilbrigðisstarfsmaður með umrætt bóluefni. AFP

Lyfjastofnun hefur þýtt fylgiseðil bóluefnisins Com­irnaty frá Bi­oNTech og Pfizer en því var í gær veitt skilyrt markaðsleyfi frá stofnuninni. Bóluefnið er væntanlegt til landsins eftir sex daga.

Vegna mikilvægi bóluefna í baráttunni við heimsfaraldur Covid-19 mun Lyfjastofnun halda úti sérstakri upplýsingasíðu fyrir hvert og eitt bóluefni sem veitt er íslenskt markaðsleyfi, segir á vef Lyfjastofnunar. Þar verður ýmsum spurningum varðandi bóluefnin svarað.

Á upplýsingasíðu vegna Comirnaty bóluefnisins kemur meðal annars fram að það sé til varnar Covid-19 hjá einstaklingum 16 ára og eldri.

Bóluefnið er er gefið tvisvar með minnst 21 dags millibili og er því sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg.

Ekki er enn vitað hversu lengi vörnin af notkun Comirnaty varir en fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í sérstakri rannsókn í tvö ár til að safna frekari upplýsingum um endingu varnarinnar.

Enn fremur kemur fram að Comirnaty veiti mikla vörn gegn Covid-19 sem brýn þörf er á í yfirstandandi faraldri. Meginrannsóknin á bóluefninu sýndi fram á 95% virkni þess. 

Nánar má lesa um bóluefnið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert