Búið að útvega sprautur og nálar

Bólusetning hefst hér á landi eftir sex daga.
Bólusetning hefst hér á landi eftir sex daga. AFP

Búið er að útvega nægilega margar sprautur og nálar til að hægt sé að bólusetja 75% þjóðarinnar. Þetta segir Olga Björk Pétursdóttir, söluráðgjafi á heilbrigðissviði Fastusar. Fyrirtækið sér um innflutning á sprautum og nálum hingað til lands. 

Ráðgert er að bólusetning hefjist hér á landi 29. desember, en svo verða nokkur þúsund manns bólusettir vikulega í janúar. Sprautur og nálar koma frá tæknifyrirtækinu Becton, Dickinson & Co. Aðspurð segir Olga að engir hnökrar muni verða í bólusetningu vegna skorts á nálum. 

Restin kemur um áramótin

„Þetta er allt á góðu róli og það eiga ekki verða neinir hnökrar. Það sem ég var beðin um að útvega er búið að klára. Það er allt klárt fyrir fyrsta fasa bólusetningar og staðan er þokkaleg. Við eigum að eiga nóg og svo kemur restin um áramótin.“

Að sögn Olgu er hörð barátta um sprautur og nálar um þessar mundir. Fjölmörg lönd reyna nú að berjast um sömu vörur. „Það eru allir í heiminum að berjast um sömu sprautur og nálar. Það eru allir framleiðendur á milljón að reyna að framleiða upp í pantanir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert