Hyggst byggja íbúðir fyrir eldri femínista

Vonir eru bundnar við að endurreisn við Bræðraborgarstíg hefjist fljótlega.
Vonir eru bundnar við að endurreisn við Bræðraborgarstíg hefjist fljótlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Markmiðið er að það verði gengið frá þessu í byrjun janúar. Í framhaldinu hefst niðurrif og hreinsun á svæðinu,“ segir Runólfur Ágústsson, sem stendur að baki Þorpinu vistfélagi.

Félagið fékk á dögunum samþykkt kauptilboð í brunarústirnar við Bræðraborgarstíg og er það nú í fjármögnunarferli. Félagið hyggst hefja hreinsun og uppbyggingarstarf eins fljótt og auðið er, en talið er að kostnaður við verkið sé hátt í milljarður króna. Bruninn á Bræðraborgarstíg fyrr árinu varð til þess að þrennt lést, en rústirnar hafa staðið ósnertar allt frá þeim tíma. Lóðirnar sem um ræðir eru við Bræðraborgarstíg 1 og 3.

Húsnæði fyrir femínista

Að sögn Runólfs gera plön ráð fyrir að reist verði hús í anda svokallaðra Baba yaga-systrahúsa, sem verið hafa að ryðja sér til rúms síðustu ár. Þannig fá eldri konur tækifæri til að búa í sameiginlegu húsi innan eigin veggja, en sérstök áhersla verður lögð á femínisma, gagnkvæma umönnun og sambærileg lífsviðhorf. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka