Jólavaktin hátíðleg

Erna Dís Gunnarsdóttir og Sara Frostadóttir á vaktinni á Hverfisgötu …
Erna Dís Gunnarsdóttir og Sara Frostadóttir á vaktinni á Hverfisgötu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Jóhann Eyvindsson

Sara Frosta­dótt­ir og Erna Dís Gunn­ars­dótt­ir voru á vakt­inni hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu á í dag þegar mbl.is náði tali af þeim.

Sara verður á vakt­inni á aðfanga­deg, og var það einnig í fyrra en Erna hef­ur áður unnið yfir jól hjá lög­regl­unni.

Sara seg­ir að það hafi komið á óvart hversu hátíðlegt var að vinna yfir jól­in það hafi verið góðar veit­ing­ar og frek­ar ró­legt.

Heim­il­isof­beldi meira um hátíðirn­ar

Sara og Erna eru sam­mála um það að það sé fínt að vinna um jól­in og það geti hrein­lega verið huggu­legt. Þær segja þó oft­ast vera færri út­köll í des­em­ber en mál­in geti við stærri. Heim­il­isof­beld­is­mál eru til dæm­is al­geng­ari um jól­in en geng­ur og ger­ist.

„Það er al­mennt meira álag á fólki yfir jóla­hátíðina og þá sjá­um við aukn­ingu í þess­um mál­um,“ seg­ir Erna.

Er­ill í miðbæn­um í aðdrag­anda jóla

Þær segja að það sé frek­ar fleiri sem eru barn­laus­ir og í yngri kant­in­um sem velja frek­ar að vinna hátíðardaga. Vaktar­fyr­ir­komu­lagið sé þó val­frjálst. Meira sé að gera í aðdrag­anda jóla held­ur en yfir hátíðardag­ana sjálfa. 

Erna seg­ir að lík­legt sé að mikið verði að gera í miðbæn­um í dag og mik­il um­ferð. 

Sara bæt­ir við að mikið sé að gera í að sinna Covid eft­ir­liti, aðallega á veit­ing­ar­stöðunum. 

„Það hef­ur verið mikið núna fyr­ir jól, fólk var að klára loka­próf í há­skól­un­um og svona svo að við bjugg­umst við að það yrði mikið af fólki niðri í bæ.Við vor­um bara að kanna hvort að veit­inga­hús­in hafi verið að sinna sótt­varn­ar­regl­um og gera at­huga­semd­ir ef þarf,“ seg­ir Sara.

Sara seg­ir að nokkuð hafi þurft að gera af at­huga­semd­um en flest­ir veit­ing­ar­menn séu með regl­urn­ar á hreinu.  

Sara og Erna Dís, ásamt fé­lög­um sín­um í lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, óska lands­mönn­um öll­um gleðilegra jóla og far­sæls nýs árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert