Jólavaktin hátíðleg

Erna Dís Gunnarsdóttir og Sara Frostadóttir á vaktinni á Hverfisgötu …
Erna Dís Gunnarsdóttir og Sara Frostadóttir á vaktinni á Hverfisgötu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Jóhann Eyvindsson

Sara Frostadóttir og Erna Dís Gunnarsdóttir voru á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á í dag þegar mbl.is náði tali af þeim.

Sara verður á vaktinni á aðfangadeg, og var það einnig í fyrra en Erna hefur áður unnið yfir jól hjá lögreglunni.

Sara segir að það hafi komið á óvart hversu hátíðlegt var að vinna yfir jólin það hafi verið góðar veitingar og frekar rólegt.

Heimilisofbeldi meira um hátíðirnar

Sara og Erna eru sammála um það að það sé fínt að vinna um jólin og það geti hreinlega verið huggulegt. Þær segja þó oftast vera færri útköll í desember en málin geti við stærri. Heimilisofbeldismál eru til dæmis algengari um jólin en gengur og gerist.

„Það er almennt meira álag á fólki yfir jólahátíðina og þá sjáum við aukningu í þessum málum,“ segir Erna.

Erill í miðbænum í aðdraganda jóla

Þær segja að það sé frekar fleiri sem eru barnlausir og í yngri kantinum sem velja frekar að vinna hátíðardaga. Vaktarfyrirkomulagið sé þó valfrjálst. Meira sé að gera í aðdraganda jóla heldur en yfir hátíðardagana sjálfa. 

Erna segir að líklegt sé að mikið verði að gera í miðbænum í dag og mikil umferð. 

Sara bætir við að mikið sé að gera í að sinna Covid eftirliti, aðallega á veitingarstöðunum. 

„Það hefur verið mikið núna fyrir jól, fólk var að klára lokapróf í háskólunum og svona svo að við bjuggumst við að það yrði mikið af fólki niðri í bæ.Við vorum bara að kanna hvort að veitingahúsin hafi verið að sinna sóttvarnarreglum og gera athugasemdir ef þarf,“ segir Sara.

Sara segir að nokkuð hafi þurft að gera af athugasemdum en flestir veitingarmenn séu með reglurnar á hreinu.  

Sara og Erna Dís, ásamt félögum sínum í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert