Minnsta fylgi Miðflokksins frá Klausturmáli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pontu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pontu.

Fylgi Miðflokksins hefur ekki verið lægra í könnunum síðan í mars á síðasta ári, eða um það leyti sem siðanefnd Alþingis tók Klausturmálið fyrir. 

Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið

Fylgi ríkisstjórnarinnar dalar um 0,4 prósent frá síðustu könnun í september og hafa ríkisstjórnarflokkarnir nú 40,4 prósenta fylgi. 

Framsóknarflokkurinn missir rúmlega hálft prósent og mælist nú með 7,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn dalar einnig lítillega og mælist fylgi hans 22,9 prósent. Fylgi VG hækkar um hálft prósent og er fylgi þeirra 10,2 prósent. 

Fylgi Miðflokksins dalar um 0,8 prósent og mælist flokkurinn nú með 6,7 prósenta fylgi. Flokkur fólksins mælist með 4,7 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 3,3 prósent. 

Samfylkingin, Viðreisn og Píratar eru samtals með 42,8 prósenta fylgi en það var áður 41,1 prósent. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert