Netverjar fara nú mikinn á Twitter í kjölfar fregna af þátttöku Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í veisluhöldum í Ásmundarsal í gær. Þar var hann staddur ásamt eiginkonu sinni Þóru Margréti Baldvinsdóttur og á fimmta tug annarra.
Bjarni baðst afsökunar á atvikinu á facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann sagðist einungis hafa stoppað stutt við í partíinu. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglu voru allir grímulausir í partíinu. Fjölmargir hafa kallað eftir afsögn Bjarna á Twitter í morgun.
Vika. Slétt vika. Ef Bjarni segir ekki af sér fyrir 31. des þá segi ég mig úr flokknum og skrái mig ekki aftur í hann fyrr en Bjarni stígur til hliðar sem formaður. Prinsipp.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) December 24, 2020
Þeir sem ekki geta eða mega hitta ástvini sína, þeir sem eiga um sárt að binda vegna ástandins og við öll hin drögum bara lærdóm af þessu, Bjarni minn Gleðileg Jól til þín og þinna 🎅🏻 https://t.co/lOjruk5qRA
— Ótthar Edvardsson (@OttharE) December 24, 2020
Hate to say it eeeen mun þetta skipta einhverju máli ef þetta er Bjarni? Hefur komist upp með allan fjandann og standardinn er kannski bara svona lágur, þó man voni að þetta sé skiptið sem eitthvað breytist og hann myndi axla ábyrgð.
— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) December 24, 2020
Annars bara gleðilega hátíð ha
Það voru svosem aldrei miklar líkur á að partýráðherran myndi segja af sér. En ef það er rétt að þetta hafi verið Bjarni Ben þá eru líkurnar engar. Trúverðugleiki ríkisstjórnar skiptir hann alltaf minna máli en eigin hagsmunir.
— Egill Óskarsson (@Egillo) December 24, 2020
Garðabær. 10:10. Aðfangadagsmorgun. pic.twitter.com/IHqUYyUwGi
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 24, 2020
Bjarni ætti að segja af sér- auðvitað! Þetta er algjört dómgreindarleysi- ekki slys, ekki óvænt - frekar kannski hroki? En segjum nú að þetta hefði verið Svandís Svavarsdóttir: èg held að hún þyrfti að segja af sér - hvað haldið þið?
— Gudrun Jona (@gudrunjona) December 24, 2020
Kv. Bjarni, þið berjist gegn covid ekki èg, Bé pic.twitter.com/tgoazdpRPy
Takk Bjarni, hef þetta á bakvið eyrað https://t.co/FBVWSD01pQ
— Ástþór Jón (@asthorjon98) December 24, 2020
Jæja Katrín og Sigurður Ingi. Boltinn er hjá ykkur. Hóta stjórnarslitum ef Bjarni vill ekki axla ábyrgð.https://t.co/CqfHnR469q pic.twitter.com/bY02WV4dUy
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 24, 2020
v
v