Ekkert hefur rignt í dag á Seyðisfirði að sögn vaktstjóra Veðurstofu Íslands. Þar á þó að hlýna í nótt. Veðurstofan fylgist enn grannt með stöðu mála austanlands vegna aurskriðnanna sem þar féllu í liðinni viku og segja frá nýjustu vendingum á vef sínum.
Í höfuðborginni og annars staðar suðvestantil á landinu má svo gera ráð fyrir að kólni í nótt. Gul viðvörun verður í gildi í fáeinar klukkustundir upp úr hádegi á morgun jóladag, þegar suðvestanátt ber með sér éljagang með tilheyrandi kulda.