Fjölmiðlar hafa náð í flesta ráðherra eða aðstoðarmenn þeirra vegna málsins sem kom upp í gærkvöldi vegna ráðherra sem var í ólöglegu samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur.
Ekki hefur enn fengist úr því skorið hvaða ráðherra var í samkvæminu. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórarinnar, segir að verið sé að afla upplýsinga um málið.
Þegar þetta er skrifað hefur ekki náðst í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra eða aðstoðarmann hans og ekki heldur Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eða aðstoðarmenn hennar. Svör hafa borist frá öðrum ráðherrum eða aðstoðarmönnum þess efnis að þeir hafi ekki verið í samkvæminu.